Trend hjólin eru söluhæstu hjólin frá QWIC, enda hafa þau hlotið mörg 1. verðlaun í óháðum hjólaprófunum í Hollandi á undanförnum árum.

Hjólin eru ríkulega útbúin: 7 innbyggðir gírarLED ljós að framan og aftan, stillanlegt stýri, framdempari og stillanlegur dempari í sæti; lokuð keðjuhlíf, sterkur bögglaberi, lás, stöðugur standari, o.m.fl.

Trend hjólin eru með 375 Wh Smart Litíum-ion rafhlöðu en einnig er í boði 500 Wh. Rafhlaðan er útbúin nýjustu BMS tækni (Battery Management System) – sama tækni sem bílaiðnaðurinn notar. Sami lykill gengur að lás á hjóli og rafhlöðu.

Hugbúnaðurinn er hannaður af QWIC – með kraft og þægindi að leiðarljósi.