Við kynnum tvö ný hjól sem koma í verslunina í apríl og maí 2023.
MIRA Tour
Stórglæsilegt og sterkbyggt hjól með mikinn stífleika og frábæra aksturseiginleika, sem hentar bæði í borg og á malarvegum. Það hefur fengið frábæra dóma í fagtímaritum og viðtökur hjá hjólaverslunum í Þýskalandi og Hollandi.
5 ára ábyrgð er á rafhlöðunni, sem er 756 Wh (drægni 105 – 170 km). Hjólið er með reim í stað keðju og öflugan mótor með mikinn togkraft 80 Nm, o.m.fl.
MIRA Tour er hjól sem uppfyllir allar væntingar fólks sem gerir kröfur um gæði og þægindi.
Premium i-FN7
Fallegt og ódýrt hjól sem hentar ungum sem öldnum, til styttri sem lengri hjólaferða.
Hjólið er með innbyggðri rafhlöðu í stelli, glussa diskabremsum; 45 Nm mótor í framhjóli með ágætis krafti og þýðu viðmóti.
Nettur LCD skjár á stýri með aðgerðahnöppum til að auka og minnka afl; ljósahnappi, hraðamæli, rafhlöðumæli, gönguaðstoð o.fl.
Premium i-FN7 er ódýrt og vandað hjól sem ræður við allar venjulegar íslenskar aðstæður.
Hjólið er væntanlegt í maí 2023.
Comments are closed.