Description
Möl og malbik
Nýtt og væntanlegt
Atlas Vario er nýtt hjól frá QWIC í flokknum „Möl og malbik.“ Hjólið hefur þegar hlotið fern verðlaun, m.a. hlaut það „German Design Award“ gullverðlaun í flokki „Excellent Product Design – BICYCLES AND E-BIKES, fyrir árið 2022. Þetta eru ein virtustu alþjóða hönnunarverðlaun sem hægt er að fá. Hjólið er tilkomumikið og ríkulega útbúið gæða íhlutum og afar sterkbyggt. Það sameinar hjólreiðar utan malbiks; á malarvegum, troðningum og torfærum vegaslóðum, eins er hjólið fullgjaldgengt sem borgarhjól. ATLAS hjólið er ekki fjallahjól. Hjólastærðin er 27,5“ og belgvíddin er 62 mm. Það er með: kraftmiklum og hljóðlátum miðjumótor 90 Nm, innbyggðri rafhlöðu í stelli, stiglausum og innbyggðum gírum, reim í stað keðju, GPS þjófavörn o.m.fl.
Kraftmikill og hljóðlátur miðjumótor með mjög mikinn togkraft 90 Nm og QWIC hugbúnaði.
Innbyggð rafhlaða í stelli, 522 Wh. Við kaup á hjólinu er hægt að velja stærri rafhlöðu 756 Wh.
Nettur LCD Bluetooth skjár með USB tengi og QWIC appi sem hægt að tengja við farsíma.
Stiglaus viðhaldsfrír gír innbyggður í afturhjóli með 380% gírhlutfall – engin utanáliggjandi tannhjól.
Reim í stað keðju. Líftími reimarinnar er margföld á við keðju eða allt að 25.000 km.
Framljós 155 LUX + Q-dagljós.
GPS þjófavörn (áskrift)
Lesið meira um þróun ATLAS hjólið hér fyrir neðan ,,Fréttir”
Nú eru brekkurnar ekkert mál – bara gaman!
Atlas Vario
Rafhlaða | Drægni | Verð á hjóli |
---|---|---|
522 Wh | 70 - 120 km | 924.000 kr. |
756 Wh | 110 - 170 km | 999.000 kr. |
- Kraftmikill og hljóðlátur Brose- S Mag miðjumótor með mjög mikinn togkraft 90 Nm.
- QWIC hugbúnaður – með kraft og þægindi að leiðarljósi.
- Nettur LCD Bluetooth skjár með USB tengi, sem hægt að tengja við farsíma og QWIC appi; 4 þrepa kraftstillir, hraðamælir, rafhlöðumælir o.fl. Gönguhnappur þar sem mótor aðstoðar þegar hjólið er teymt.
- Stiglaus Enviolo viðhaldsfrír gír, innbyggður í afturhjóli með 380% gírhlutfall – engin utanáliggjandi tannhjól.
- CTX drif reim. Reim í stað keðju, sem gerir hjólið léttara, þýðara og hljóðlátara. Líftími reimarinnar er margföld á við keðju eða allt að 25.000 km.
- Magura MT5e glussa diskabremsur að framan og aftan.
- Framdempari– stillanlegur.
- Sætisdempari – stillanlegur.
- LED ljós að framan og aftan. Mjög sterkt framljós 155 Lux + Q dagljós.
- MIK bögglaberi. Byltingarkendur bögglaberi með hraðtengi fyrir ýmsar gerðir af körfum og töskum, barnastól og þrefaldri teygju fyrir vörur.
- Stöðugur standari, bjalla o.fl.
- Dekk: Schwalbe Hurricane 62-584 (27,5“).
- Hjólastærð: 27,5 tommur.
- Þyngd: 26 kg (án rafhlöðu).
- Litur: Ljósblár (og Grátt?).
- Stærðir: Unisex M, L , XL.
Aukahlutir:
- Frambögglaberi ásamt pumpu.
- Flöskuhaldari.
- Hleðslustöð og vaktari, sem fullhleður tóma rafhlöðu á 3 klst. Hægt er að “parkera” rafhlöðunni í marga mánuði í hleðslustöðinni og stöðin passar upp á að rafhlaðan sé alltaf í kjör-hleðslustöðu 70%. Hleðslustöðin fékk 1. verðlaun fyrir hönnun og notagildi.
Ábyrgð:
– Hjólastell 5
– Rafbúnaður 2 ár
– Gaffall, dempari 1 ár
QWIC notar einungis nýjustu og bestu Litíum-ion rafhlöður sem finnast á markaðnum. Þær eru í flokki 18650 NCM Li-ion CAN-BUS og 21700 NCM Li-ion CAN-BUS, sem eru útbúnar nýjustu BMS tækni (Battery Management System) – sama tækni og bílaiðnaðurinn notar.
RAFHLAÐAN – hvað þarf ég að vita?
Það er eðli allra Litíum-ion rafhlaða að þær rýrna með tímanum, jafnvel þó þær séu ekki í notkun. Rafhlöðuframleiðendur gefa út að rýrnunin sé allt að 15% á ári. Ef rafhlaðan fær rétta meðhöndlun frá upphafi, verður rýrnunin minni. Ábyrgðartími rafhlöðunnar er 2 ár, að því gefnu að hún sé rétt meðhöndluð.
Rafhlaðan er dýrasti og viðkvæmasti hluturinn á rafmagnshjólinu, þess vegna er afar brýnt að meðhöndla rafhlöðuna rétt frá upphafi, svo drægnin og líftíminn verði sem mestur.
- Kjörhitastig Litíum-ion rafhlaðna er 25°C.
- Það er afar brýnt að tæma nánast alla hleðsluna út af nýrri rafhlöðu í fyrstu 10 skiptin (helst alveg). Eftir það hefur rafhlaðan náð fullri afkastagetu. Ef þetta er ekki gert, er hætta á að rafhlaðan nái aldrei fullri afkastagetu. Eftir þessi 10 skipti, skal ekki hlaða rafhlöðuna of ört – helst ekki fyrr en hún er undir 50%. Annan til þriðja hvern mánuð er æskilegt að tæma rafhlöðuna (eða því sem næst 15-20%).
- Þegar rafhlöðunni er stungið í hleðslu, þarf hitastigið í sjálfri rafhlöðunni, vera a.m.k. 10°C. Best ef hitastigið er sem næst stofuhita, því þá er það næst kjörhitastiginu sem er 25°C.
- Ef rafhlaðan tæmist – verður að hlaða hana innan 8 klst. Annars verður hún fyrir óbætanlegum skaða.
- Rafhlaða sem á að standa ónotuð í nokkra mánuði, geymist best við 60 – 70% hleðslu. Best er að aftengja rafhlöðuna frá hjólinu. Stingið svo rafhlöðunni í hleðslu einu sinni í mánuði í u.þ.b. 20 – 30 mínútur, eða þar til kjörgeymslustöðu 60 – 70% er náð. (Betra er að fullhlaða en að hlaða ekki neitt). Það er afar brýnt að fylgja þessu eftir. Ábyrgðin fellur úr gildi ef ekki er hlaðið a.m.k. á 3ja mánaða fresti.
- Ekki láta rafhlöðuna standa lengur í hleðslutækinu en 48 klst. Eftir hleðslu, þarf að taka hleðslutækið úr sambandi úr veggtenglinum.
Hversu langt er hægt að hjóla á fullri rafhlöðu?
Ýmsir utanaðkomandi þættir skipta máli m.a.:
- Uppgefnar drægnistölur frá framleiðanda miðast við kjöraðstæður sem er: malbikaður og sléttur vegur, gíraval, veðurfar, 70 kg hjólreiðamaður og ekkert hlass; 22 – 25°C hitastig, stöðugur 20 km hraði, enginn mótvindur og aldrei stoppað.
- Í kulda er drægnin styttri. Við 0°C allt að 30% og við -10°C allt að 50% (hámarks viðmiðunar tölur). Ávallt skal taka vindkælingu með í útreikninginn (- 2°C lofthiti og 6 m/sek., er á við – 9°C)
- Hvaða þrep er kraftstillirinn stilltur á?
- QWIC hjól með Bafang mótor, er oftast nóg að hjóla á krafti 1– 3 á jafnsléttu– en í brekkum á krafti 4 og 5.
- Réttur loftþrýstingur í dekki hefur mikið að segja. Við daglega notkun er best er að pumpa á ½ mánaða fresti.
- Æskilegast er að geyma hjólið inni þegar það er ekki í notkun.
- Forðist öll högg á dekk og felgur, þegar hjólað er upp á eða fram af gangstéttabrún (sem skal helst forðast). Ef höggið er mikið er alltaf hætta á að teinn brotni eða slanga springi.
- Reglulegt viðhald og þrif er mjög mikilvægt.
Annað sem gott er að vita
- Við flutning verður alltaf að taka rafhlöðuna úr hjólinu.
- Forðist að „troða“ hjólinu inn í skott á bíl. Reynslan sýnir að oftast verður einhver skaði, s.s. á brettum, keðjuhlíf, ljósi o.fl.
- Aldrei má setja hjólið í „hefðbundinn hjólastand“ (stundum kallað gjarðarbani). Hjólið er þungt og við hliðar högg getur gjörðin auðveldlega skemmst.
- Leggið alltaf hjólinu þar sem hjólið er sýnilegt og fólk á ferli. Annars er hætta á að þjófarnir geti verið að dunda sér að sarga lásinn í sundur með slípirokki o.s.fr.