Description
NÝTT!
Fjölnota hjólakarfa með MIK festibúnaði. Með einu handtaki er hægt að festa körfuna á bögglaberann. Einnig getur karfan setið þvert á bögglaberanum – en í upphafi þarf að staðsetja festibúnaðinn langsum eða þvert á botn körfunnar. Handfangið sem er einkaleyfisvarið er hannað með það í huga að það skröltir ekki þegar verið er að hjóla. Karfan er framleidd úr endurunnu plasti. Öll QWIC hjólin eru með MIK bögglabera.
Aukabúnaður: Clipper gæludýrabúnaður. Samanstendur af toppgrind, botnpúða og festingaról fyrir dýrið. Frábær lausn þegar þú vilt taka fjórfætta fjölskyldumeðliminn með í hjólatúr.
28 lítrar ǀ 49 x 37 x 29 cm
Litur: Koksgrátt