Premium MN7 VV

349,000 kr.

Premium MN7 VV, er nýtt og ódýrt gæðahjól úr Premium línunni. Hjólið er einskonar litli bróðir Premium MN7, sem er söluhæsta hjólið frá QWIC, enda verðlaunahjól sem reynst hefur frábærlega vel …

Categories: , ,

Description

Premium MN7 VV, er nýtt og ódýrt gæðahjól úr Premium línunni frá. Hjólið er einskonar litli bróðir Premium MN7, sem er söluhæsta hjólið frá QWIC, enda verðlaunahjól sem reynst hefur frábærlega vel.

Vandað handverk m.a. tvöfaldar suður og afar smekklegur frágangur á börkum og snúrum.

Kraftmikill og hljóðlátur Bafang miðjumótor með QWIC hugbúnaði og mikinn togkraft 80 Nm.

Viðhaldslítið og notendavænt hjól: 7 innbyggðir gírar, lokuð keðjuhlíf, gott sæti með stillanlegum dempara, framdempari, stillanlegt stýri, ljósanemi sem kveikir sjálfkrafa á ljósum er rökkva tekur, sterkt LED framljós og mjög áberandi og skært LED afturljós o.m.fl.

375 Wh, Smart Litíum-ion rafhlaða (staðalstærð), með nýjustu BMS tækni (Battery Management System) – sama tækni og bílaiðnaðurinn notar. Stærri rafhlöður eru í boði: 470 Wh, 625 Wh og 735 Wh.

Nú eru brekkurnar ekkert mál – bara gaman!

Stærð rafhlöðuDrægniViðbótarverð
375 Wh50 - 130 km0 kr.
470 Wh70 - 170 km25.000 kr.
625 Wh90 - 210 km63.000 kr.
735 Wh100 - 230 Km85.000 kr.

  • Kraftmikill 250 W / 36V Bafang miðjumótor með mikinn togkraft 80 Nm
  • QWIC hugbúnaður – með kraft og þægindi að leiðarljósi
  • Einfaldur og notendavænn skjár á stýri með: 5 þrepa hraðastilli, hraðamæli, rafhlöðumæli o.fl. Gönguhnappur þar sem mótor aðstoðar þegar hjólið er teymt
  • Hleðslutími: 3 – 8 klst.
  • 7 gíra viðhaldsfrír Shimano Nexus gírskiptir, innbyggður í afturhjóli (engin utanáliggjandi tannhjól)
  • Shimano V-bremsur á fram og aftur hjól
  • Framdempari: Suntour
  • Sætisdempari – stillanlegur
  • Stillanlegt stýri
  • LED ljós að framan og aftan með rofa í skjá. Framljós 30 LUX.
  • Ljósanemi (stillanlegur) sem kveikir á ljósunum sjálfkrafa er rökkva tekur
  • Bögglaberi – praktískur og með þrefaldri teygju fyrir vörur
  • Lokuð keðjuhlíf
  • Lás: AXA Defender– sami lykill gengur að rafhlöðu
  • Leðurhandföng
  • Stöðugur standari, bjalla o.fl.
  • Dekk: Schwalbe Energizer Active Plus – með háa „Puncture Protection“
  • Hjólastærð: 28 tommur
  • Þyngd: 24.7 kg (án rafhlöðu)
  • Litur: Hvítt og Svart
  • Stærðir: Konuhjól:  S, M, L, XL  –  Karlahjól  L, XL

  Ábyrgð:
  –  Hjólastell 5
  –  Rafbúnaður 2 ár
  –  Gaffall, dempari 1 ár

QWIC notar einungis nýjustu og bestu Litíum-ion rafhlöður sem finnast á markaðnum. Þær eru í flokki:

18650 NCM og útbúnar nýjustu BMS tækni (Battery Management System) – sama tækni og bílaiðnaðurinn notar.

Hvað dugar rafhlaðan lengi?

Það er eðli allra litíum-ion rafhlaða að þær rýrna með tímanum. Gera má ráð fyrir að hægt sé að hlaða rafhlöðuna a.m.k. 1000 sinnum miðað við að hún sé tóm (frá 0 – 100%). Ef rafhlaðan er ekki tóm þegar hún er sett í hleðslu – er hægt að hlaða oftar en 1000 sinnum. Gera má ráð fyrir að rafhlaðan endist a.m.k. 4 ár, ef hún hefur fengið góða meðhöndlun. Hlaða skal rafhlöðuna helst við stofuhita og ekki undir 10°C. Aldrei í frosti.

Hversu langt er hægt að hjóla á fullri rafhlöðu?

Ýmsir utankomandi þættir skipta máli m.a.:

 • Uppgefnar drægnistölur frá framleiðanda, miðast við kjör aðstæður sem er: 20°C útihitastig og stöðugur 20 km hraði á jafnsléttu.
 • Drægnin er styttri í kulda.
 • Þyngd hjólreiðamannsins.
 • Hversu mikið álag er sett á mótorinn.
 • Veðurfar: vindur, hitastig regn o.s.frv.
 • Gíra val.
 • Aksturslag og stöðugur hraði.
 • Gæði vegarins.
 • Ástand og viðhald hjólsins.
 • Réttur loftþrýstingur í dekki.

Hvað þarf ég að vita um rafhlöðuna?

 • Allar QWIC rafhlöður eru Litíum-ion, en þær hafa ekkert „minni“ og þess vegna má hlaða rafhlöðuna eftir hvern hjólatúr. Ekki er æskilegt að láta rafhlöðuna standa lengur í hleðslutækinu en í 48 klst.
 • Ef hjólið stendur ónotað í einhvern tíma, er best að aftengja rafhlöðuna frá hjólinu. Engu að síður, tæmist smátt og smátt útaf rafhlöðunni. Því verður að viðhalda hleðslunni á minnst 3ja mánaða fresti.
 • Ef rafhlaðan tæmist – verður að hlaða hana innan 8 klst. Annars verður hún fyrir óbætanlegum skaða.
 • Litíum-ion rafhlöður eru ekki eins viðkvæmar fyrir umhverfis hitastigi, samanborið við NiMh eðaLead-acid rafhlöður.
 • Ef rafhlaðan er ekki rétt meðhöndluð skv. leiðbeinigum framleiðanda – fellur niður ábyrgð framleiðanda rafhlöðunnar. Sjá leiðbeiningar á botni rafhlöðunnar og í handbók með hjólinu.

Er hægt að hjóla með tóma rafhlöðu?

Já það er hægt og er nánast jafn létt og á venjulegu hjóli. QWIC rafmagnshjól með fram eða afturmótor, eru með sk. ULF stimpil (Ultra Low Friction) eða „sérstaklega lítið viðnám“. Því er nánast jafn létt að hjóla, eins og á venjulegu hjóli. Afturámóti er smá viðnám í miðjumótor.