Premium MN8 Belt

539,000 kr.

Premium MN8 er nýtt lúxus hjól. Hjólið er með reim í staðin fyrir keðju, sem gerir það léttara, þýðara og hljóðlátara – einnig Magura MT4 glussa diskabremsum. Hollenskar reiðhjólaverslanir hafa tekið hjólinu fagnandi …

Categories: ,

Description

Premium MN8 er nýtt lúxus hjól. Hjólið er með reim í staðin fyrir keðju, sem gerið það léttara, þýðara og hljóðlátara – einnig Magura MT4 glussa diskabremsum. Hollenskar reiðhjólaverslanir hafa tekið hjólinu fagnandi enda þekkja þær gæði Premium hjólanna.

Vandað handverk m.a. tvöfaldar fínpússaðar suður. Frágangur á börkum og snúrum er afar smekklegur.

Kraftmikill og hljóðlátur Befang miðjumótor með QWIC hugbúnaði og mikinn togkraft 80 Nm.

Viðhaldslítið og notendavænt hjól: 8 innbyggðir gírar, reim í staðin fyrir keðju, gott sæti með stillanlegum dempara, framdempari, stillanlegt stýri, ljósanemi sem kveikir sjálfkrafa á ljósum er rökkva tekur, sterkt LED framljós og mjög áberandi og skært LED afturljós o.m.fl.

470 Wh, Smart Litíum-ion rafhlaða (staðalstærð), með nýjustu BMS tækni (Battery Management System) – sama tækni og bílaiðnaðurinn notar. Stærri rafhlöður eru í boði: 625 Wh og 735 Wh.

Nú eru brekkurnar ekkert mál – bara gaman!

Premium rafhlöður

Stærð rafhlöðuDrægniViðbótarverð
470 Wh70 - 170 km0 kr.
625 Wh90 - 210 km38.000 kr.
735 Wh100 - 230 km60.000 kr.

  • Kraftmikill 250 W / 36V Befang miðjumótor með mikinn togkraft 80 Nm.
  • QWIC hugbúnaður – með kraft og þægindi að leiðarljósi.
  • Einfaldur og notendavænn skjár á stýri með: 5 þrepa hraðastilli, hraðamæli, rafhlöðumæli o.fl. Gönguhnappur þar sem mótor aðstoðar þegar hjólið er teymt.
  • Hleðslutími: 3 – 8 klst.
  • 8 gíra viðhaldsfrír Shimano Nexus gírskiptir, innbyggður í afturhjóli (engin utanáliggjandi tannhjól).
  • Bremsur: Magura MT4 glussa bremsur.
  • Framdempari: Suntour – stillanlegur.
  • Sætisdempari – stillanlegur.
  • Stillanlegt stýri.
  • LED ljós að framan og aftan með rofa í skjá. Framljós 40 LUX.
  • Ljósanemi (stillanlegur) sem kveikir á ljósunum sjálfkrafa er rökkva tekur.
  • Bögglaberi – praktískur og með þrefaldri teygju fyrir vörur.
  • Reim drifCTX reim (Reim kemur í staðin fyrir keðju, sem gerir hjólið léttara, þýðara og hljóðlátara. Líftími margföld á við keðju eða allt að 25.000 km)
  • Lás: AXA Defender– sami lykill gengur að rafhlöðu.
  • Leðurhandföng.
  • Stöðugur standari, bjalla o.fl.
  • Dekk: Schwalbe Energizer Plus (40-622) – með háa „Puncture Protection.“
  • Hjólastærð: 28 tommur.
  • Þyngd: 24,8 kg (án rafhlöðu).
  • Uppstig: 42,5 cm
  • Litur: Grátt og „Hermanna grænt“.
  • Stærðir: Konuhjól:  M, L  –  Karlahjól  L.

  Ábyrgð:

  –  Hjólastell 5

  –  Rafbúnaður 2 ár

  –  Gaffall, dempari 1 ár

QWIC notar einungis nýjustu og bestu Litíum-ion rafhlöður sem finnast á markaðnum. Þær eru í flokki:

18650 NCM og útbúnar nýjustu BMS tækni (Battery Management System) – sama tækni og bílaiðnaðurinn notar.

Hvað dugar rafhlaðan lengi?

Það er eðli allra litíum-ion rafhlaða að þær rýrna með tímanum. Gera má ráð fyrir að hægt sé að hlaða rafhlöðuna a.m.k. 1000 sinnum miðað við að hún sé tóm (frá 0 – 100%). Ef rafhlaðan er ekki tóm þegar hún er sett í hleðslu – er hægt að hlaða oftar en 1000 sinnum. Gera má ráð fyrir að rafhlaðan endist a.m.k. 4 ár, ef hún hefur fengið góða meðhöndlun. Hlaða skal rafhlöðuna helst við stofuhita og ekki undir 10°C. Aldrei í frosti.

Hversu langt er hægt að hjóla á fullri rafhlöðu?

Ýmsir utankomandi þættir skipta máli m.a.:

 • Uppgefnar drægnistölur frá framleiðanda, miðast við kjör aðstæður sem er: 20°C útihitastig og stöðugur 20 km hraði á jafnsléttu.
 • Drægnin er styttri í kulda.
 • Þyngd hjólreiðamannsins.
 • Hversu mikið álag er sett á mótorinn.
 • Veðurfar: vindur, hitastig regn o.s.frv.
 • Gíra val.
 • Aksturslag og stöðugur hraði.
 • Gæði vegarins.
 • Ástand og viðhald hjólsins.
 • Réttur loftþrýstingur í dekki.

Hvað þarf ég að vita um rafhlöðuna?

 • Allar QWIC rafhlöður eru Litíum-ion, en þær hafa ekkert „minni“ og þess vegna má hlaða rafhlöðuna eftir hvern hjólatúr. Ekki er æskilegt að láta rafhlöðuna standa lengur í hleðslutækinu en í 48 klst.
 • Ef hjólið stendur ónotað í einhvern tíma, er best að aftengja rafhlöðuna frá hjólinu. Engu að síður, tæmist smátt og smátt útaf rafhlöðunni. Því verður að viðhalda hleðslunni á minnst 3ja mánaða fresti.
 • Ef rafhlaðan tæmist – verður að hlaða hana innan 8 klst. Annars verður hún fyrir óbætanlegum skaða.
 • Litíum-ion rafhlöður eru ekki eins viðkvæmar fyrir umhverfis hitastigi, samanborið við NiMh eðaLead-acid rafhlöður.
 • Ef rafhlaðan er ekki rétt meðhöndluð skv. leiðbeinigum framleiðanda – fellur niður ábyrgð framleiðanda rafhlöðunnar. Sjá leiðbeiningar á botni rafhlöðunnar og í handbók með hjólinu.

Er hægt að hjóla með tóma rafhlöðu?

Já það er hægt og er nánast jafn létt og á venjulegu hjóli. QWIC rafmagnshjól með fram eða afturmótor, eru með sk. ULF stimpil (Ultra Low Friction) eða „sérstaklega lítið viðnám“. Því er nánast jafn létt að hjóla, eins og á venjulegu hjóli. Afturámóti er smá viðnám í miðjumótor.