Premium MN8

399,000 kr.

Premium MN8 er það hjól sem mest er í lagt af þeim hjólum sem eru í versluninni. Hjólið er byggt á grunni Premium N7.1, en það hjól hefur fengið fjölda verðlauna á undanförnum árum.

Categories: ,

Description

Premium MN8 er það hjól sem mest er í lagt af þeim hjólum sem eru í versluninni. Hjólið er byggt á grunni Premium N7.1, en það hjól hefur fengið fjölda verðlauna á undanförnum árum.

Vandað handverk m.a. tvöfaldar suður og fínpússaðar. Frágangur á börkum og snúrum er afar smekklegur.

Kraftmikill og hljóðlátur Bafang miðjumótor með mikinn togkraft 80 Nm

8 innbyggðir gírar, lokuð keðjuhlíf, gott sæti með stillanlegum dempara, stillanlegur framdempari, stillanlegt stýri, mjög sterkt og áberandi fram og aftur LED ljós o.m.fl.

417 Wh, Smart Litíum-ion rafhlaða með nýjustu BMS tækni (Battery Management System) – sama tækni og bílaiðnaðurinn notar. Einnig í boði 625 Wh og 756 Wh.

 Nú eru brekkurnar ekkert mál – bara gaman!

Premium MN8

Stærð rafhlöðuDrægniVerð á hjóli
417 Wh55 - 140 km399.000 kr.
625 Wh90 - 210 km462.000 kr.
756 Wh100 - 230 km489.000 kr.
 • Kraftmikill 250 W / 36V Bafang miðjumótor með mikinn togkraft 80 Nm.
 • Einfaldur og notendavænn skjár á stýri með: 5 þrepa kraftstilli, hraðamæli, rafhlöðumæli o.fl. Gönguhnappur þar sem mótor aðstoðar þegar hjólið er teymt.
 • Hleðslutími: 3 – 8 klst.
 • 8 gíra viðhaldsfrír Shimano Nexus gírskiptir, innbyggður í afturhjóli (engin utanáliggjandi tannhjól).
 • Magura HS22 fram og aftur glussabremsur.
 • Framdempari: Suntour – stillanlegur.
 • Sætisdempari – stillanlegur.
 • Stillanlegt stýri.
 • LED ljós að framan og aftan með rofa í skjá. Framljós 40 LUX.
 • Ljósanemi (stillanlegur) sem kveikir á ljósunum sjálfkrafa er rökkva tekur.
 • Bögglaberi með þrefaldri teygju fyrir vörur.
 • Lokuð keðjuhlíf.
 • Lás: AXA Defender– sami lykill gengur að rafhlöðu.
 • Leðurhandföng.
 • Stöðugur standari, bjalla o.fl.
 • Dekk: Schwalbe Energizer. Með mjög háa „Puncture Protection“ og gott grip í bleitu.
 • Hjólastærð: 28 tommur.
 • Þyngd: 25.4 kg (án rafhlöðu).
 • Litur:  Dimmblátt-matt.
 • Stærðir: Konuhjól: S, M, L, XL  –  Karlahjól  L, XL

Ábyrgð:
–  Hjólastell 5
–  Rafbúnaður 2 ár
–  Gaffall, dempari 1 ár

QWIC notar einungis nýjustu og bestu Litíum-ion rafhlöður sem finnast á markaðnum. Þær eru í flokki 18650 NCM Li-ion CAN-BUS og 21700 NCM Li-ion CAN-BUSsem eru útbúnar nýjustu BMS tækni (Battery Management System) – sama tækni og bílaiðnaðurinn notar.

 

Hvað dugar rafhlaðan lengi og hvað þarf ég að vita?

Það er eðli allra Litíum-ion rafhlaða að þær rýrna með tímanum, jafnvel þó þær séu ekki í notkun. Rafhlöðuframleiðendur gefa út, að rafhlaðan geti rýrnað allt að 15% á ári. Ef rafhlaðan fær góða meðhöndlun frá upphafi, verður rýrnunin minni. Ábyrgðartími rafhlöðunnar er 2 ár, að því gefnu að hún sé rétt meðhöndluð.

 

Rafhlaðan er dýrasti hlutinn á rafmagnshjólinu, því er afar brýnt að meðhöndla rafhlöðuna rétt frá upphafi, svo drægnin og líftíminn verði sem mestur.

 • Kjörhitastig Litíum-ion rafhlaðna er 25°C.
 • Þegar rafhlöðunni er stungið í hleðslu, þarf hitastigið í sjálfri rafhlöðunni, vera m.k. 10°C. Best ef hitastigið er sem næst stofuhita.
 • Ef rafhlaðan tæmist – verður að hlaða hana innan 8 klst. Annars verður hún fyrir óbætanlegum skaða.
 • Ef hjólið á að standa ónotað í nokkra mánuði, er best að aftengja rafhlöðuna frá hjólinu. Svo verður að stinga rafhlöðunni í hleðslu a.m.k. einu sinni í mánuði, yfir nótt. Burtséð þó rafhlöðumælirinn á hjólinu sýnir að rafhlaðan sé full. Það er afar brýnt að fylgja þessu eftir. Ábyrgðin fellur úr gildi ef ekki er hlaðið a.m.k. á 3ja mánaða fresti.
 • Til að ný rafhlaða nái hámarksgetu þarf hún í fyrstu 10 skiptin að vera fullhlaðin og ekki hlaðin aftur fyrr en hún er nánast fulltæmd. Eftir það, skal ekki hlaða rafhlöðuna of ört, helst ekki fyrr en hún er undir 50%. En ráðlagt er að láta hana fara neðar öðru hverju, í 15 – 30%.
 • Ekki láta rafhlöðuna standa lengur í hleðslutækinu en 48 klst. Eftir hleðslu, þarf að taka hleðslutækið úr sambandi úr veggtenglinum.

 

Hversu langt er hægt að hjóla á fullri rafhlöðu?

Ýmsir utanaðkomandi þættir skipta máli m.a.:

 • Uppgefnar drægnistölur frá framleiðanda, miðast við kjöraðstæður sem er: 70 kg hjólreiðamaður, 25°C hitastig, stöðugur 20 km hraði á jafnsléttu, enginn mótvindur og aldrei stoppað.
 • Í kulda er drægnin styttri. Við 0°C allt að 30% og við -10°C allt að 50% (hámarks viðmiðunar tölur). Ávallt skal taka vindkælingu með í útreikninginn ( 2°C lofthiti og 6 m/sek., er á við 9°C )
 • Þyngd hjólreiðamannsins og hlass.
 • Hversu mikið álag er sett á mótorinn. (Á Bafang mótornum er oftast nóg að hjóla á jafnsléttu á krafti 1– 3  – en í brekkum á krafti  4 og 5).
 • Veðurfar: vindur, hitastig, regn o.s.frv.
 • Gíra val, aksturslag og stöðugur hraði.
 • Gæði vegarins.
 • Réttur loftþrýstingur í dekki hefur mikið að segja. Við daglega notkun er best er að pumpa á ½ mánaða fresti.
 • Æskilegast er að geyma hjólið inni þegar það er ekki í notkun.
 • Reglulegt viðhald og þrif er mjög mikilvægt.

 

Er hægt að hjóla með tóma rafhlöðu?

Já, það er hægt eins og á venjulegu hjóli. Miðjumótor hefur örlítið viðnám, en fram- og afturmótor frá QWIC, nánast ekkert.

 

Annað sem gott er að vita.

 • Við flutning verður alltaf að taka rafhlöðuna úr hjólinu.
 • Forðist að „troða“ hjólinu inn í skott á bíl. Reynslan sýnir að oftast verður einhver skaði, s.s. á brettum, keðjuhlíf, ljósi o.fl.
 • Aldrei má setja hjólið í „hefðbundinn hjólastand“ (stundum kallað gjarðarbani). Hjólið er þungt og við hliðar högg getur gjörðin auðveldlega skemmst.
 • Leggið alltaf hjólinu þar sem hjólið er sýnilegt og fólk á ferli. Annars er hætta á að þjófarnir geti verið að dunda sér að sarga lásinn með slípirokki.