Description
Premium i-FN7 er glæsilegt og ódýrt hjól með innbyggðri rafhlöðu í stelli og 45 Nm mótor í framhjóli og glussa diskabremsum. Það er með nettum skjá og aðgerðahnöppum á stýri til að auka og minnka afl, ljósahnapp, hraðamæli, rafhlöðumæli, gönguaðstoð o.fl. Krafturinn og þýtt viðmót kemur á óvart, þó svo togkrafturinn sé minni en miðjumótor með meiri togkraft. Premium i-FN7 er ódýrt og vandað hjól sem ræður við allar venjulegar íslenskar aðstæður.
Nú eru brekkurnar ekkert mál – bara gaman!
Rafhlaða | Drægni | Verð á hjóli |
---|---|---|
417 Wh | 55 - 140 km | 455.000 kr. |
540 Wh | 75 - 180 | 499.000 kr. |
- Öflugur og hljóðlátur 250 W, Bafang H400 frammótor með 45 Nm togkraft.
- QWIC hugbúnaður – með kraft og þægindi að leiðarljósi.
- Litíum-ion 18650 eða 21700 NCM rafhlaða, með nýjustu BMS tækni = Battery Management System – sama tækni og bílaiðnaðurinn notar.
- Rafhlaða: Innfelld í framstell – ekkert mál er að fjarlægja rafhlöðuna með sama lykli sem gengur að lás.
- Hleðslutími: 3 – 6 klst.
- Nettur og notendavænn skjár á stýri með: 5 þrepa kraftstilli, hraðamæli, rafhlöðumæli o.fl. Gönguhnappur þar sem mótor aðstoðar þegar hjólið er teymt.
- 7 gíra viðhaldsfrír Shimano Nexus gírskiptir, innbyggður í afturhjóli (engin utanáliggjandi tannhjól).
- Bremsur: Shimano MT200 eða NUTT glussabremsur að framan og aftan.
- Lokuð keðjuhlíf, sem hlífir keðjunni að mestu fyrir óhreinindum.
- LED ljós að framan og aftan með rofa í skjá. Framljós – 30 Lux.
- Framdempari– læsanlegur.
- Sætisdempari – stillanlegur.
- Stillanlegt stýri.
- MIK bögglaberi. Byltingarkendur bögglaberi með hraðtengi fyrir ýmsar gerðir af körfum og töskum, barnastól og þrefaldri teygju fyrir vörur.
- Lás: ABUS – sami lykill gengur að rafhlöðu.
- Stöðugur standari, bjalla o.fl.
- Hjólastærð: 28 tommur.
- Þyngd: 24,3 kg (án rafhlöðu).
- Litur: Grár (og Lillablár?)
- Stærðir: Konuhjól: M, L, – Karlahjól L.
Ábyrgð:
– Hjólastell 5
– Rafbúnaður 2 ár
– Gaffall, dempari
QWIC notar einungis nýjustu og bestu Litíum-ion rafhlöður sem finnast á markaðnum. Þær eru í flokki:
18650 NCM og útbúnar nýjustu BMS tækni (Battery Management System) – sama tækni og bílaiðnaðurinn notar.
Hvað dugar rafhlaðan lengi?
Það er eðli allra litíum-ion rafhlaða að þær rýrna með tímanum. Gera má ráð fyrir að hægt sé að hlaða rafhlöðuna a.m.k. 1000 sinnum miðað við að hún sé tóm (frá 0 – 100%). Ef rafhlaðan er ekki tóm þegar hún er sett í hleðslu – er hægt að hlaða oftar en 1000 sinnum. Gera má ráð fyrir að rafhlaðan endist a.m.k. 4 ár, ef hún hefur fengið góða meðhöndlun. Hlaða skal rafhlöðuna helst við stofuhita og ekki undir 10°C. Aldrei í frosti.
Hversu langt er hægt að hjóla á fullri rafhlöðu?
Ýmsir utankomandi þættir skipta máli m.a.:
- Uppgefnar drægnistölur frá framleiðanda, miðast við kjör aðstæður sem er: 20°C útihitastig og stöðugur 20 km hraði á jafnsléttu.
- Drægnin er styttri í kulda.
- Þyngd hjólreiðamannsins.
- Hversu mikið álag er sett á mótorinn.
- Veðurfar: vindur, hitastig regn o.s.frv.
- Gíra val.
- Aksturslag og stöðugur hraði.
- Gæði vegarins.
- Ástand og viðhald hjólsins.
- Réttur loftþrýstingur í dekki.
Hvað þarf ég að vita um rafhlöðuna?
- Allar QWIC rafhlöður eru Litíum-ion, en þær hafa ekkert „minni“ og þess vegna má hlaða rafhlöðuna eftir hvern hjólatúr. Ekki er æskilegt að láta rafhlöðuna standa lengur í hleðslutækinu en í 48 klst.
- Ef hjólið stendur ónotað í einhvern tíma, er best að aftengja rafhlöðuna frá hjólinu. Engu að síður, tæmist smátt og smátt útaf rafhlöðunni. Því verður að viðhalda hleðslunni á minnst 3ja mánaða fresti.
- Ef rafhlaðan tæmist – verður að hlaða hana innan 8 klst. Annars verður hún fyrir óbætanlegum skaða.
- Litíum-ion rafhlöður eru ekki eins viðkvæmar fyrir umhverfis hitastigi, samanborið við NiMh eðaLead-acid rafhlöður.
- Ef rafhlaðan er ekki rétt meðhöndluð skv. leiðbeinigum framleiðanda – fellur niður ábyrgð framleiðanda rafhlöðunnar. Sjá leiðbeiningar á botni rafhlöðunnar og í handbók með hjólinu.
Er hægt að hjóla með tóma rafhlöðu?
Já það er hægt og er nánast jafn létt og á venjulegu hjóli. QWIC rafmagnshjól með fram eða afturmótor, eru með sk. ULF stimpil (Ultra Low Friction) eða „sérstaklega lítið viðnám“. Því er nánast jafn létt að hjóla, eins og á venjulegu hjóli. Afturámóti er smá viðnám í miðjumótor.