RAFMAGNSHJÓL ehf. er umboðsaðili á hinum vönduðu og smekklegu
QWIC rafmagnshjólum frá „hjólalandinu“ Hollandi.

Fyrstu QWIC hjólin komu á götuna árið 2006. Hugmyndin kviknaði tveimur árum áður er tveir ungir Hollenskir verkfræðingar fóru í 7 mánaða og 10.000 km langt hjólreiðaferðlag á milli Beirút og Peking. Hjóluðu þeir m.a. Silkiveginn í fótspor Marco Polo sem var fyrstur Vesturlandabúa að ganga þessa erfiðu og skörðóttu leið. Í ferðinni fengu þeir hugmynd um að hanna og framleiða einfalt, vandað og þægilegt borgarhjól með hjálp nútíma rafmagnstækni. Í framhaldi hófst samstarf við tæknideild Háskólans í Delft en það samstarf stendur enn. Nýtt merki varð til QWIC(Quality With Innovative Convenience! – Gæði og áður óþekkt þægindi!) Hjólin vöktu strax mikla athygli fyrir flotta hönnun, þægileg og notendavæn. QWIC hjólin hafa hlotið fjölda 1. verðlauna í óháðum prófunum á undanförnum árum og eru eitt af mest seldu rafmagnshjólum í Hollandi.

Sjálfbær ferðamáti er framtíðin! Nútímamaðurinn er háður samgöngum að meira eða minna leiti. Með tilkomu rafmagnshjólanna hefur skapast nýr og frábær umhverfisvænn valkostur til að komast á milli staða í borg og þéttbýli – og þar með lagt sitt að mörkunum til minni bílaumferðar og útblásturs auk betri heilsu.

Við hjá RAFMAGNSHJÓLUM  kappkostum að bjóða upp á góða og persónulega þjónustu. Við erum eingöngu með vönduð rafmagnsreiðhjól og praktíska fylgihluti s.s. YEPP barnastóla sem eru marverlaunaðir fyrir hönnun og öryggi og flottar töskur frá NEW LOOXS. Við viljum að fólk noti hjólið til hversdaglegs brúks – að hjólið sé hluti af þeirra daglega lífsstíl allt árið: til og frá vinnu – skroppið í búðina og sér til ánægjuauka o.m.fl. Mætið sæl og ósveitt á áfangastað!

Nú eru brekkurnar eða mótvindurinn ekkert mál – bara gaman!

rafmhjol

RAFMAGNSHJÓL ehf.
Fiskislóð 45
101 Reykjavík
Sími: 534-6600
E-mail: rafmagnshjol@rafmagnshjol.is
Heimasíða: www.rafmagnshjol.is
Kt.: 650412-0360